Pressa er án efa eitt metnaðarfyllsta verkefni Saga film til þessa. Hér er um að ræða sex þátta dramaseríu þar sem aðalsögusviðið er ritstjórn dagblaðsins Pósturinn á Grensásveginum. Pósturinn er æsifréttablað, sem ritstýrt er af Nökkva (Kjartani Guðjónssyni). Lára (Sara Dögg Ásgeirsdóttir), ung, einstæð móðir, ræður sig til starfa á blaðinu og strax á fyrsta degi kemst hún í heilmikinn hasar.
Á ritstjórn Póstsins er aldrei dauður tími og blaðamennirnir svífast einskis til að þefa uppi sannleikann. Spilltir stjórnmálamenn, mannshvörf, manndráp, kynferðisleg misnotkun, sjálfsmorð, einelti og kaffivélin biluð. Það er Pressa.
Höfundar þáttanna eru þeir Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson, en þættirnir eru unnir á svipaðan hátt og víða erlendis, þ.e. Óskar og Sigurjón skapa meginsöguþráð og umgjörð og stjórna teymi handritshöfunda, sem í þessu tilfelli er skipað nokkrum af fremstu sakamálahöfundum landsins, þeim Árna Þórarinssyni, Páli Kristni Pálssyni, Ævari Erni Jósepssyni og Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón hafði yfirumsjón með handriti, auk þess að skrifa þrjá þætti sjálfur, en Óskar leikstýrði allri seríunni. Þeir félagar eru svo hluti af framleyðandateymi sem fylgir gerð þáttanna alveg til enda.
Auk Óskars og Sigurjóns eru framleiðendur Pressu þeir Magnús Viðar Sigurðsson, Kristinn Þórðarson og Þór Freysson
Actors: ara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Þorsteinn Bachmann, Stefán Hallur Stefánsson og Nanna Kristín Magnúsdótti
Genre: Drama